Aðalfundur í kvöld, 4.febrúar kl.19:30

Minnum á aðalfund félagsins sem verður haldinn kl.19:30 í kvöld, 4.febrúar í Akademíunni í Reykjanesbæ. Þetta er sami staður og í fyrra og er beint á móti Reykjaneshöllinni, sjá á korti.

Að venju er þetta pappírslaus aðalfundur en fundargögn má finna í skjalasafni félagsins og verða einnig send félagsmönnum í tölvupósti.

Eftir aðalfundinn verður svo 2013 annáll Flugmódelfélagsins frumsýndur en hann má svo nálgast á YouTube eða vef félagsins.