Aðalfundi lokið

Magnús formaður setti fundinn og því næst var Stefán Sæmundsson kosinn fundarstjóri. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti reikninga félagsins sem voru samþykktir eftir stuttar umræður.

Stjórn lagði til hækkun félagsgjalds um 1000 kr, eða upp í 13.000 kr, og var það samþykkt. Sverrir Gunnlaugsson gaf kost á sér áfram sem gjaldkeri og Gunnar M. Magnússon gaf áfram kost á sér sem vallarstjóri, engin mótframboð bárust.

Ein lagabreyting lá fyrir og var um breytingu á 9. grein, Kjör stjórnar, á þá leið að í stað þess að tveir meðstjórnendur séu kosnir sama árið eru þeir nú kosnir á víxl. Var tillagan samþykkt. Undir önnur mál var rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu. Bílamenn þökkuðu móttökurnar á árinu, aðeins rætt um næst skref og áform. Almenn ánægja með samstarfið. Rætt um frekari uppbyggingu bílaaðstöðu.