Hraðflugskeppni FMS lokið

Hraðflugskeppni FMS 2009
Frábær þátttakar var en 10 flugmenn mættu til leiks í kvöld og skemmtu sér konunglega. Keppnin gekk að mestu vandræðalaust en Guðjón náði ekki að klára það sem XFire tók upp á þeim dónaskap að klappa saman vængnum í þriðju umferð. Gústi var ræstur síðastur í loftið þar sem hann braut annan hjólalegginn upp úr vængnum hjá sér rétt fyrir keppnina og var hann látinn fljúga allar þrjár umferðirnar hverja á fætur annari. Sem var líka eins gott því í lendingunni lét hjólastellið frekar illa.

Ekki var annað að sjá en að menn væru ánægðir með kvöldið og þakka ég mönnum kærlega fyrir þátttökuna. Hægt er að skoða myndir í myndasafni FMS og svo eiga eflaust einhverjar fleiri eftir að koma hér inn.

Tímarnir voru sem hér segir:

Og röðin:
1. Böðvar Guðmundsson
2. Eysteinn H. Sigursteinsson
3. Frímann V. Frímannsson
4. Gunnar M. Magnússon
5. Ágúst Borgþórsson
6. Sigurður Sindri Magnússon
7. Ólafur Ólafsson
8. Ólafur Magnússon
9. Magnús Kristinsson
10. Guðjón Halldórsson

Óskum sigurvegurunum til hamingju með árangurinn og öllum þátttakendum fyrir góða keppni.