Aðalfundur FMS þann 9. apríl 2024

Aðalfundur Flugmódelfélags Suðurnesja verður haldinn þann 9. apríl nk. í Virkjun, Ásbrú og hefst kl. 20, á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Að venju er þetta pappírslaus fundur en fundagögn eru aðgengileg á rafrænu formi en verður ekki dreift útprentuðum á fundinum.

Vinsamlegast kynnið ykkur gögnin fyrir fundinn og hlaðið þeim niður í snjalltæki eða prentið þau út ef þið viljið hafa þau við höndina á fundinum. 

Dagskrá
– Kosning fundarstjóra
– Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
– Reikningar lagðir fram til samþykktar
– Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
– Kosning stjórnar
  Formaður og einn meðstjórnandi (Núverandi: Magnús Kristinsson og Haukur Ólafsson)
– Tillögur og lagabreytingar
– Önnur mál

Kveðja
Stjórn Flugmódelfélags Suðurnesja

Kröfur vegna félagsgjalda verða sendar út 1. júní nk.

Eins og kom fram á aðalfundi félagsins þá verða kröfur vegna félagsgjalda stofnaðar í lok þessa mánaðar. Ef félagsmenn vilja komast hjá því að greiða bankakostnað sem því fylgir þá er um að gera að ganga frá millifærslu fyrir þann tíma eða hafa samband við gjaldkera ef ætlunin er að greiða eftir mánaðarmótin.

Munið að senda greiðslutilkynningu á netfang gjaldkera!

Félagsgjöld 2023: 13.000 kr
Reikningur: 542-15-120639
Kennitala: 530194-2139
Netfang: sverrir hjá modelflug.net