Aðfangadagsflug

Nú stefnir í ágætis veður fyrri hluta aðfangadags svo við minnum félagsmenn og aðra módelmenn á árlegan aðfangadagshitting á Arnarvelli. Fjörið hefst kl.12:00, kaffi og kökur á krús.

Jólalegt um að litast

Inniflugið að hefjast á nýjan leik


Þá fer að styttast í inniflugið fyrir veturinn 2014-2015, sem fyrr eru það Innherjar(deild í FMS) sem mun halda utan um inniflugið og er þetta sjötti veturinn okkar. Sem fyrr er tí­minn frá 18:30-19:30 á sunnudögum, gestir og gangandi eru að sjálfsögðu velkomnir á svæðið til að fylgjast með.

Vinsamlegast hafið samband við gjaldkera FMS áður en þið mætið á svæðið til að ganga frá greiðslu gjaldsins. ENGAR UNDANTEKNINGAR!
Þetta er dýrt húsnæði og við þurfum að standa skil á okkar hlut!

Veturinn kostar 15.000 krónur per haus.

Hægt er að millifæra beint inn á reikning FMS en vinsamlegast sendið tölvupóst á innherjar hjá modelflug.net með útskýringu á greiðslunni..

Reikningur: 542-15-120639
Kennitala: 530194-2139
Netfang: innherjar hjá modelflug.net

2014
September > 28.
Október > 5., 12., 19., 26.
Nóvember > 2., 9., 16., 23., 30.
Desember > 7., 14., 21.

2015
Janúar > 4., 11., 18., 25.
Febrúar > 1., 8., 15., 22.
Mars > 1., 8., 15., 22., 29.
Apríl > 5., 12., 19., 26.