Félagsgjöld 2016

Kröfur vegna félagsgjalda 2016 hafa verið stofnaðar í bankakerfinu og ættu að sjást í heimabönkum félagsmanna fyrir helgi. Greiðsluseðlar ættu svo að berast í pósti strax í næstu viku.

Aðalfundi lokið

Magnús formaður setti fundinn og því næst var Sverrir kosinn fundarstjóri. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti reikninga félagsins sem voru samþykktir eftir smá umræður. Stjórn lagði til óbreytt félagsgjald og var það samþykkt. Magnús Kristinsson bauð sig fram til áframhaldandi formannssetu og var það samþykkt. Ágúst Borgþórsson gaf áfram kost á sér sem meðstjórnanda en Gunnar M. Magnússon gaf ekki áfram kost á sér og bauð Steinþór Agnarsson sig fram og voru þeir báðir kosnir. Engar lagabreytingar lágu fyrir en undir önnur mál var rætt um erlendar heimsóknir.

Eftir að hafa gætt sér á tveimur svakalegum brauðtertum frá Björk hans Guðjóns var 2015 vídeóannáll FMS frumsýndur og skemmtu viðstaddir sér yfir honum næstu klukkutímana!