Vefmyndavél á Arnarvelli

Glöggir aðilar hafa kannski rekið augun í textann vefmyndavél og meðfylgjandi mynd hérna hægra megin á vefnum og mikið rétt, búið er að setja upp vefmyndavél á Arnarvelli. Það er von okkar að félagsmenn og aðrir munu hafa gaman af þessu og nýta sér þetta til að fá smá innsýn í veðrið eins og það er hverju sinni. Nú eða bara sjá hvort einhver sé út á velli að fljúga!

Nú er einnig hægt að sjá þær vefmyndavélar sem eru í gangi á flugmódelvöllum landsins á einni síðu hjá Fréttavefnum. Slóðin á hana er http://frettavefur.net/webcam/ eða http://c.frettavefur.net/.

Vefmyndavélin stendur sig vel