Félagsgjöld FMS 2020

Greiðslukröfur vegna félagsgjalda 2020 hafa verið sendar af stað í bankakerfinu. Þökkum þeim félagsmönnum sem ákváðu að millifæra beint á félagið. Kröfurnar ættu að sjást í heimabönkum á næstu klukkutímum en til að halda auka kostnaði í lágmarki verða engir greiðsluseðlar sendir út að þessu sinni.

Aðalfundi lokið

Sverrir gjaldkeri setti fundinn og því næst var Stefán Sæmundsson kosinn fundarstjóri. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti reikninga félagsins sem voru samþykktir eftir stuttar umræður. Stjórn lagði til óbreytt félagsgjöld og var það samþykkt.

Á þessum fundi átti að kjósa um formann og meðstjórnanda. Albert bauð sig fram í lausa stöðu meðstjórnanda og var það samþykkt. Engin bauð sig fram til formanns og féllst Magnús á að sinna því hlutverki áfram, var það samþykkt.

Engar lagabreytingar á dagskrá. Stefán bar fram tillögu um að Gunnari yrði þökkuð vallastjórnin í gegnum árin, hann skilar af sér góðu búi. Undir önnur mál sagði bíladeildin frá árinu sem leið en það gekk heilt yfir nokkuð vel en miklir þurrkar plöguðu þá þar sem rykið olli leiðindum í keyrslu bílanna. Allir sammála um að sambúðin hefði gengið vel og báðir nytu góðs af. Rætt um að koma upp myndavél sem horfi í átt að bílasvæðinu og varpi því á netið.