Á tímum COVID-19

Við hvetjum félagsmenn til að virða fyrirmæli yfirvalda og halda 2ja metra fjarlægð ef þeir hittast út á Arnarvelli. Einnig að takmarka umferð um félagsaðstöðuna og helst að nota hana ekki en ef einhver þarf að nota hana þá er hann beðinn um að sótthreinsa þá snertifleti sem hann kemur við.

Félagsgjöld FMS 2020

Greiðslukröfur vegna félagsgjalda 2020 hafa verið sendar af stað í bankakerfinu. Þökkum þeim félagsmönnum sem ákváðu að millifæra beint á félagið. Kröfurnar ættu að sjást í heimabönkum á næstu klukkutímum en til að halda auka kostnaði í lágmarki verða engir greiðsluseðlar sendir út að þessu sinni.