Aðalfundur FMS, 13. febrúar kl.19:30

Aðalfundur Flugmódelfélags Suðurnesja verður haldinn þriðjudaginn 13 .febrúar kl.19:30 í smíðaaðstöðunni í Hreiðrinu.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Fundargögn verða birt á vef félagsins þegar nær dregur fundinum en einnig munu félagsmenn fá þau send í vikunni.

Að fundi loknum verður boðið upp á veitingar og svo strax á eftir verður 2017 annáll FMS frumsýndur. Óteljandi tímar (200+ GB) af efni söfnuðust upp á árinu svo það verður frá nógu að sýna!

Kveðja stjórn FMS.