Aðalfundi lokið

Magnús formaður setti fundinn og því næst var Sverrir kosinn fundarstjóri. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti reikninga félagsins sem voru samþykktir eftir stuttar umræður. Gunnar vallarstjóri kynnti væntanlegar framkvæmdir, salerni og brautarmót. Stjórn lagði til óbreytt félagsgjald og var það samþykkt. Magnús Kristinsson gaf kost á sér til áframhaldandi formannssetu, sama gerðu meðstjórnendur, Ágúst H. Borgþórsson og Steinþór Agnarsson, engin mótframboð bárust. Engar lagabreytingar lágu fyrir en undir önnur mál var rætt frekar um fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu og inniflugsmál.

Eftir að hafa gætt sér á veitingum var 2017 vídeóannáll FMS frumsýndur og skemmtu viðstaddir sér yfir honum næstu klukkutímana!