Hraðflugskeppnin tókst vel


Þriðjudagskvöldið 29.júlí hélt Flugmódelfélag Suðurnesja hraðflugskeppni á Arnarvelli og voru sjö keppendur mættir til leiks. Flognar voru þrjár umferðir en í hverri umferð voru flognir 10 leggir eða um 1500 metrar.

Keppnin var æsispennandi og jöfn en þó sérstaklega um annað til fjórða sætið en þar skyldu einungis fjórar sekúndur á milli sætanna. Þrátt fyrir minni háttar flugatvik þá sluppu allar keppnisvélarnar heilar frá leik og luku keppni. Athygli vekur að þrír efstu menn voru allir á Big Stik 40 og reyndar sama vélin í tveim efstu sætunum.

Úrslit
3:08 – Sverrir Gunnlaugsson
3:25 – Steinþór Agnarsson
3:27 РGu̡ni V. Sveinsson
3:29 – Magnús Ólafsson
3:48 – Frímann Frímannsson
4:00 РMagn̼s Kristinsson
X:XX – Ágúst Borgþórsson (gat ekki klárað fyrstu umferð)

Gunnar Magnússon og Eiður Erlendsson sáu um hliðagæsluna og fá kærar þakkir fyrir það vandasama verk.

Hægt er að skoða myndir frá keppninni í myndasafni flugmódelfélagsins.